Það verður viðtal við okkur á morgun í þætti Erlu Ragnarsdóttur, Uppstigningardagur, á Rás 2 kl. 11.
Áhugasamir endilega fylgist með
Sem sagt, fimmtudagur 17. maí kl. 11 á Rás 2!
Kveðja,
Inga Rós
Ferðalög | 16.5.2007 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áðan var skálað í Dukoral: Kóleru "ógeðisdrykkinn"
Skál!!
(Heiðdís, Helga Björk, Inga Rós, Harpa og Helga)
Kveðja,
Harpa, Heiðdís, Helga Björk, Helga T. og Inga Rós
Ferðalög | 2.5.2007 | 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Okkur þykir leitt að tilkynna það að Anna Bryndís mun ekki sjá sér fært að fara með okkur til Kenýa í júni.
Elsku Anna okkar, ferðin verður ekki eins án þín og við munum hugsa til þín meðan við erum úti. Þú nærð vonandi að upplifa ferðina með okkur í gegnum bloggið og svo sýnum við þér fullt af myndum þegar við komum heim
Undirbúningur fyrir heimsreisuna gengur vel og við erum búnar að útbúa langan langan lista af nauðsynjavörum sem við þurfum að taka með okkur, svo sem blautklúta og svitalyktareyði fyrir "rónasturtuna"
Kveðja,
Harpa, Heiðdís, Helga Björk, Helga T. og Inga Rós
Ferðalög | 2.5.2007 | 00:00 (breytt kl. 00:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, nú er enn einni prófatörninni lokið og Kenýa-undirbúningurinn að fara aftur á fullt! Styrkjasöfnun er enn í fullum gangi og hinar ýmsu vörur að komast í hús.
Fengum góða sendingu frá Pennanum sem mun án efa gleðja lítil hjörtu í Kenýa
(Harpa, Helga Björk, Helga og Inga Rós)
Deltoideus er orðinn að gatasigti eftir allar bólusetningarnar enda eru þær fjölmargar. Þær bólsetningar sem við þurfum að fá eru nú ekki af verri endanum ...yellow fever, heilahimnubólga A,C,W,Y, mænusótt, stífkrampi og barnaveiki, lifrarbólga A og B og síðast en ekki síst taugaveiki.
Stoltar með plástrana eftir bólusetningar dagsins
(Helga Björk, Inga Rós, Harpa og Helga)
Það er nú ekki gefið að maður komist klakklaust í gegnum bólusetningar sem þessar en því fékk hún Harpa að kynnast þegar hún lagðist með hita eftir yellow fever bólusetninguna. Svo í maí munum við skála í ógeðisdrykk, þ.e. kóleru-bóluefnablöndu sem kemur vonandi í veg fyrir mesta niðurganginn ;)
Látum heyra í okkur aftur fljótlega.
Kveðja,
Harpa, Helga, Helga Björk og Inga Rós
Ferðalög | 18.4.2007 | 23:08 (breytt kl. 23:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum sex læknanemar á leið til Kenýa í Afríku í sjálfboðaliðastarf í júní 2007. Við munum starfa á fimm mismunandi heilsugæslustöðvum í fátækrahverfum í Nairobi í tvær vikur. Ætlunin er að ferðast um Kenya og nágrenni í tvær vikur eftir það.
Við munum fara á vegum Kenya-project sem hefur verið starfandi í nokkur ár. Kenya-project átti upptök sín meðal norskra læknanema en er nú orðið samnorrænt læknanemasamstarf á vegum Alþjóðasamtaka læknanema (IFMSA). Læknanemum gefst kostur á að fara á heilsugæslustöðvar í fátækrahverfum í Nairobi sem eru reknar af hjálparsamtökum heimamanna, Provide International. Heimasíða Kenya-project er http://www.kenya-project.org .
Við stundum nám við læknisfræðiskor Læknadeildar Háskóla Íslands. Fimm okkar klára 3. námsár í læknisfræði næsta vor og ein okkar mun klára 5. námsár. Við erum á aldrinum 21 árs til 24 ára. Við höfum allar mikinn áhuga á öllu sem tengist náminu og gefst okkur þarna tækifæri til að láta gott af okkur leiða á sama tíma og við öðlumst ómetanlega reynslu á sviði fræðigreinarinnar. Þarna munum við sjá óvenjuleg sjúkdómstilfelli sem ekki finnast hér heima og fá að upplifa aðstæður, menningarlegar sem og heilbrigðisfræðilegar, sem að einungis er hægt að upplifa í þessum heimshluta. Jafnframt tekst okkur að leggja okkar af mörkum við að hjálpa íbúum í þróunarlöndunum sem búa við slæmar aðstæður bæði með því að vinna á staðnum og styrkja kaup á hinum ýmsa búnaði sem þörf er á til að reka heilsugæslustöð í mannsæmandi ástandi.
Ferðalög | 23.10.2006 | 21:08 (breytt 1.5.2007 kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Ýmislegt
Ýmislegt sem tengist ferðalagi okkar á einhvern hátt.
- Útvarpsviðtalið á Rás 2 Viðtalið við okkur í þætti Erlu Ragnarsdóttur á Rás 2
- Kenýa verkefnið Nánar um Kenýa verkefnið
- Myndasíðan okkar Hér getið þið fylgst með undirbúningi ferðarinnar og síðar ferðinni sjálfri í myndum
Styrktaraðilar
Hér er listi yfir þá aðila sem hafa tekið þátt í að styrkja verkefnið. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur við að gera ferðina að raunveruleika.
- Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur
- Örninn
- Rauði kross Íslands Létu okkur hafa barnapakka til að taka með
- DHL senda hjálpargögnin út fyrir okkur
- Sportís - Cintamani Gáfu okkur flíspeysur
- World Class Styrkja okkur til kaupa á malaríulyfjum
- Félagsstofnun stúdenta
- Pólýhúðun
- Ikea Styrktu okkur með rúmfötum
- Rekstrarvörur Styrktu okkur um vörur
- Rafteikning
- Glitnir
- Þvottahús LSH Styrktu okkur um ungbarnaföt og rúmföt
- Eirberg Styrktu okkur um vörur
- Actavis
- Utanríkisráðuneytið
- Kaupþing
- Stúdentasjóður - Stúdentaráð Háskóla Íslands
- Icepharma Styrktu okkur um bóluefni
- GlaxoSmithKline Styrktu okkur um bóluefni og lyf
- Lyfja
- Læknafélag Íslands
- Vistor Vistor styrkti okkur bæði um vörur og fjármagn
Annað
Sérstakar þakkir
Styrkja verkefnið
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 1150-15-201192, kennitala: 010684-2429. Öll framlög eru vel þegin.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar