Ykt hressar a Backpackers

Uff... hvar skal byrja!?!?!

Nottin var vidburdarik sem fyrr. Haninn i essinu sinu, byrjadi kl. 5... ansi hraeddar um ad hann se eitthvad ad misskilja solarhringsganginn Wink Hann var nu samt ekki einn um ad gala i nott tar sem frygdarstunurnar omudu um allan bakgardinn um svipad leyti. Ja, romantikin er sko ekki horfin ur ollum aedum her i Kenya, to vid sitjum allar 'heart broken' her undir moskitonetunum okkar!

Dagurinn a heilsugaeslustodvunum var ekki sidri en gaerdagurinn. Nu erum vid bunar ad taka tatt i maedraeftirliti, draga blod ur malariusjuklingum, skoda malariusykil i smasja og skoda sjuklinga med onnur vandamal sem ekki vaeri haegt ad sja heima. Einnig saum vid marga vaegdarlausa tanndraetti sem krofdust talsverdra krafta. Vid gloddum einnig nokkur litil hjortu tegar vid gafum krokkunum verdlaun. To ad tau seu flest halffeimin vid okkur Mzungu (hvita folkid) horfa tau alltaf a okkur forvitnum augum og brosa sinu blidasta Kenya brosi. Okkur tokst einnig ad gledja innilega fullvaxinn laekni tegar vid gafum honum kulupenna, okkur til mikillar furdu!

I eftirmiddaginn kiktum vid a Hilton hotelid og komumst ad tvi ad vid vorum illa sviknar a markadnum i gaer tar sem vorurnar voru TALSVERT odyrari... a HILTON HOTELINU!! Einnig fengum vid langtrada kaffibolla a Java House og erum tvi muuuuun hressari en undanfarin kvold, hvort sem tad er nu tvi ad takka eda adlogun eftir flugid og timamismuninn. Vid vorum a.m.k. allar sofnadar kl. 20 ad stadartima i gaer en voknudum nu samt kl. 22 til ad taka inn malariulyfin... ja ja tvi skal nu ekki gleyma LoL 

Vid hofum ordid ad enn meira athlaegi her a gistiheimilinu og erum nu ad reyna ad baeta ordsporid med bjor- og viski drykkju her frammi fyrir allra augum... Vid erum samt ykt stoltar af tvi ad vera allar i flottu flispeysunum okkar fra Sportis (Cintamani) sem eru allar eins Wink ...takk Sportis!

Myndir koma vonandi inn a naestunni.

Kvedja,
HHHH+I


One of those crazy days in Africa!

Va...og aftur va.

Tessi dagur var rosa upplifun...alveg ogleymanlegur! ...alveg eins og nottin...tegar vardhundurinn a gistiheimilinu at kott med tilheyrandi ohljodum!!

Byrjudum daginn a ad vera sottar til ad fara ad hitta Jonah hja Provide International. Vid hofdum frett af frekar afsloppudu timaskyni Nairobibua og vorum tvi ekkert ad flyta okkur a faetur. Tad kom okkur tvi i opna skjoldu tegar billinn maetti 25 minutum fyrr. Vid skutludum tvi finu siropslogdu mango-ponnukokunum i okkur a mettima asamt vitaminum og viskistaupi (viskistaupid er til ad hreinsa magann Wink ). Okkur til mikillar furdu voru tveir norskir laeknanemar i bilnum sem verda ut tessa viku a heilsugaeslunum.

Tegar vid hittum Jonah a skrifstofu Provide International kom i ljos ad tau hofdu misskilid komutima okkar og vorum vid tvi sjo saman a einni heilsugaeslustod i dag (okkur verdur skipt upp a morgun). Tad var tvi frekar trongt a tingi inni i ungbarnaeftirlitsherberginu en to fengum vid oll taekifaeri til ad vigta og bolusetja tessi otrulega fallegu afrisku born. Mesta upplifun dagsins var to tegar okkur var ollum sjo trodid inn i litla faedingastofu tar sem vid urdum vitni ad faedingu. Tad sem var lika einkennilegt var ad tetta virtist ekkert vera neitt mal, midad vid hversu hatidlegar faedingar eru a Islandi. Okkur fannst tetta to hetjulega gert og vel ad tessu stadid midad vid frumstaedar adstaedur. Tad var anaegjulegt ad sja ad tad var hreint inni a heilsugaeslunni...mun hreinna heldur en vid bjuggumst vid.

Eftir veruna a heilsugaeslunni skelltum vid okkur med norska parinu a Masai-markadinn. HERREGUD!! Tetta var ROSALEGT!! Vid heldum ad vid yrdum etnar lifandi eins og kotturinn. Tegar billinn stoppadi upp vid markadinn hrugudust svartir menn ad bilnum og bidu eftir ad vid kaemum ut. Teir vildu ad vid gerdum okkar vidskipti i gegnum ta; labba med okkur um markadinn, bera tad sem okkur leist a og semja svo vid ta um verdid i lokin. Tetta reyndist to ekki vera hagstaett fyrir okkur, en vid komumst ad tvi "the hard way". Tvi erum vid nokkrum tusundkollunum fataekari fyrir vikid.

En vid erum enn a lifi eftir daginn i dag...reynslunni rikari Smile

Tess ma geta ad vid hofum ekki verid bitnar af moskitoflugum ennta, enda enginn sma vidbunadur sem hefur vakid mikla lukku og athygli her a gistiheimilinu. Vid berum a okkur moskitofaelu tvisvar a dag (i ljosaskiptunum og a kvoldin), sofum undir moskitonetum, brydjum malarone, spreyjudum fotin okkar med moskitofaelu og dreifdum B-vitamini um allt herbergid svo tad angar fram a gang. Tad er tvi ekki furda ad vid faum a okkur komment eins og: "you sure are paranoid about the mosquitos".

Nu bidum vid eftir ad kvoldmaturinn verdi framreiddur fyrir okkur. Vid hofum komist ad tvi ad kenyskur matur er bara mjog godur og blessunarlega hefur engin okkar fengid enn i magann Cool

Bestu kvedjur
Kenyagengid


Komnar a afangastad

Nu erum vid komnar a gistiheimilid okkar i Nairobi, Nairobi Backpackers. Ferdin gekk klakklaust fyrir sig, nema kannski med kaup a Visa, ta voru nokkrar ofrukkadar.

Gistiheimilid er ekkert sma kosy...otrulega heimilislegt og allir mjog almennilegir og hjalpsamir a godan hatt. Vid badum um ad vera allar saman i herbergi og skyndilega var halft gistiheimilid komid i flutninga til ad koma auka rumi inn i herbergid. Tetta gekk allt vel og hefur nu fyrsti gesturinn komid i heimsokn...tad var "prik"-skordyr (eins og var i Bug's Life).

Einn hotelgesturinn var svo almennilegur ad fylgja okkur nidur i bae. Vid forum med almenningsvagni fullum af Kenyabuum sem stordu a okkur eins og vid vaerum geimverur, aetli vid holdum okkur ekki vid leigubila hedan i fra.
Roltum um baeinn og keyptum okkur simakort en ekki hefur okkur tekist ad lata tau virka almennilega...tad er i vinnslu.
Nairobi-buar virdast ekki hafa latid sprenginguna i morgun (sja www.mbl.is) a sig fa og greina midlar misjafnt fra atburdinum. Sumir segja ad tetta hafi verid sprenging vegna gasleka, en vid fylgjumst vel med framvindu mala.

Hringdum i Jonah adan (yfirmadur Provide International) og verdum vid sottar i fyrramalid kl. 9 og hefst ta sjalfbodalidastarf okkar her i Nairobi.

Bestu kvedjur
Harpa, Heiddis, Helga Bjork, Helga og Inga Ros


DHL - DHL - DHL - DHL - DHL - DHL

DHLJahá, þeir hjá DHL eiga sko heldur betur stórt hrós skilið fyrir að vera til í að hjálpa okkur við að koma öllum 200 kílóunum af hjálpargögnum til Nairobi!!!

Eftir að hafa hringt út um allan bæ í tvo heila daga til þess að biðja ýmis fyrirtæki um að senda gögnin fyrir okkur náðist loks samband í morgun við þann sem öllu ræður hjá DHL og reyndist hann vera algjör himnasending!. Hann samþykkti að senda vörurnar fyrir okkur og því vorum við allar ræstar út í morgun til að fara heim til Hörpu og ganga frá vörunum. Við komum öllu fyrir í kassa, merktum hvern og einn kassa með innihaldslýsingu og þyngd og fórum svo með þetta til DHL. Að þessu loknu var svo barnaleikföngum, lyfjum,moskítóáburði og -netum, barnarassablautklútum, skeinipappír (jamm, ætlum sko ekki að treysta á að fá slíkt í Nairobi!) og plástrum skipt á milli okkar til að hafa í bakpokunum.

Dagurinn á morgun fer í að redda því sem eftir er fyrir ferðina og pakka, en það verður sennilega ágætis púsluspil að koma öllum farangrinum sínum fyrir í einum bakpoka! Það samt reddast! Það má segja að blendnar tilfinningar berjist um hjá okkur núna, mikil spenna og eftirvænting við að fara á vit ævintýranna en samt einnig smá kvíði fyrir því hvað eftir okkur muni bíða í Nairobi. Þýðir samt ekki að hugsa of mikið um það....

 Hlökkum til að láta heyra frá okkur NÆST Í KENYA!

-Heiðdís


Úps!!

Jæja...þá er 3. árinu lokið hjá okkur Helgu Björk, Helgu, Ingu Rós og Hörpu.

Það eru líka bara 4 dagar í brottför...að hugsa sér!!

En við hittumst í kvöld til að fara yfir vörurnar sem við höfum fengið, vigta þær og reyna að skipuleggja hver tæki hvað. Þá kom í ljós að vörurnar voru samtals um 200 kg!! Já...200 kg gott fólk W00tW00t

Við byrjuðum kvöldið á að halda upp á háaloft til að ferja pokana niður og inn í stofu...pokarnir ætluðu aldrei að hætta að streyma niður og á endanum vorum við innilokaðar í bílskúrnum umkringdar svörtum plastpokum með stútfullum kössum. Blessunarlega er Helga Björk "há til klofsins" (leggjalöng) og tókst að lokum hetjulega að komast að hurðinni og ryðja veginn út fyrir okkur hinar WizardWizard

Eftir að hafa komið öllum ósköpunum inn í stofu klóruðum við okkur lengi í höfðinu yfir því hvernig best væri að vigta þetta allt. Eftir miklar tilfæringar með hundaól, tölvutöskuól og forláta reisluvog tókst okkur að vigta hlassið og komumst að því að þetta var...jahh..."ekki nema" 200 kg!! Og við sem ætluðum að taka þetta með okkur sem farangur og pakka bara létt ErrmErrm

Nú erum við í óða önn að reyna að finna leiðir til að koma þessu út...HJÁLP!! Við auglýsum eftir sendanda GaspGasp


Frábært framtak hjá World Class

World Class ætlar að taka þátt í að styrkja verkefnið okkar með því að greiða fyrir lyfjakosnað vegna malaríu en malaría er einn af algengustu sjúkdómunum í Kenya sem valda barnadauða. Ætla þeir hjá World Class að greiða fyrir lyfjameðferð fyrir jafn mörg börn og hafa verið hjá þeim í vetur í Sportskólanum og Dansstúdíó World Class, alls 533 börn.

Þetta má skoða nánar hér: http://www.worldclass.is/frett.aspx?id=319

 Stelpur: Gangi ykkur öllum rosalega vel að kynna verkefnin ykkar á rannsóknarráðstefnu 3.árs læknanema!

 Kveðja, Heiðdís


14 dagar í brottför!!

Já...mig langaði til að nýta tækifærið og óska Heiðdísi innilega til hamingju með próflok!! Velkomin í sumarfrí CoolCool

Annars eru tveir dagar í ráðstefnu læknanema. Það eru tveir ráðstefnudagar þar sem 3. árs læknanemar koma og kynna sín verkefni á fyrirlestrarformi. Svo er vika í ritgerðarskil...úff, það styttist í sumarfrí GrinGrin

En seinni kólerublandan var drukkin á fimmtudagskvöldið síðasta og vorum við mjög fegnar því að hafa klárað þann skammt! Þá eru allar bólusetningar og slíkt búið...annars fer að styttast í að við byrjum á Malarone-meðferðinni...á það ekki að byrja tveimur dögum fyrir brottför stelpur?? En þess má geta að Malarone er lyf sem er notað til að fyrirbyggja malaríu.

Jæja...best að halda áfram, þessi ritgerð skrifar sig víst ekki sjálf!!

Kv.
Harpa


Það styttist óðfluga...

Alltaf styttist og styttist í ferðalagið en nú eru einungis 18 dagar til stefnu. Við erum allar á fullu þessa dagana að ljúka skólaárinu annars vegar með verkefnum og hins vegar prófum. Mér datt í hug að skella inn link á þessa frétt um okkur á síðu Vistor sem er einn styrktaraðili okkar. Vistor styrkti okkur bæði með vörum fyrir heilsugæslustöðvarnar og fjármagni. Hér má sjá fréttina.

 
Hér erum við hópurinn að taka við styrknum frá Vistor. Við þökkum kærlega fyrir okkur :)

Lifið heil,

ykkar Helga Björk


Myndasíða komin í gagnið

Sælar! 

Það var gaman að hlusta á ykkur stöllur (Hörpu, Heiðdísi og Ingu) í þættinum í morgun. Stóðuð ykkur með stakri prýði.

Vil svo bara benda öllum á myndasíðuna okkar ...tengill á hana er hér til hliðar undir flokknum Ýmislegt. Þar erum við búnar að setja inn nokkrar myndir frá undirbúningi ferðarinnar. Við munum svo reyna að vera duglegar við að setja inn myndir þegar við erum komnar út svo þið getið fylgst almennilega með okkur.

 Annars er ég farin að hlakka alveg ískyggilega mikið til ferðarinnar ...var að horfa aftur á Kompás-þáttinn um hetju í Kenýa. Þetta er virkilega gott starf sem hún Þórunn með hjálp ABC er að vinna þarna úti. Fyrir þá sem ekki eru búnir að sjá þáttinn mæli ég með að þið kíkið á hann hér

 Bestu kveðjur,

Helga Björk


Komnar úr loftinu

Við vorum að koma úr viðtalinu á Rás 2 hjá Erlu og ég held að þetta hafi bara gengið vel Smile Svo er planið að vera aftur í sambandi við Erlu þegar við erum komnar út og búnar að átta okkur aðeins á aðstæðum.

Næst á dagskrá hjá okkur er að setja inn á bloggsíðuna tengla á þá frábæru aðila sem hafa tekið þátt í að styrkja verkefnið okkar. Við erum þessa dagana ýmist í próflestri eða að leggja lokahönd á 3.árs verkefnin, en við munum setja tenglana inn við fyrsta tækifæri. Þessum aðilum kunnum við bestu þakkir því án þeirra væri þetta sennilega ennþá einungis fjarlægur draumur.

Prófa- og verkefnisbaráttukveðjur, Heiðdís


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband