Jahá, þeir hjá DHL eiga sko heldur betur stórt hrós skilið fyrir að vera til í að hjálpa okkur við að koma öllum 200 kílóunum af hjálpargögnum til Nairobi!!!
Eftir að hafa hringt út um allan bæ í tvo heila daga til þess að biðja ýmis fyrirtæki um að senda gögnin fyrir okkur náðist loks samband í morgun við þann sem öllu ræður hjá DHL og reyndist hann vera algjör himnasending!. Hann samþykkti að senda vörurnar fyrir okkur og því vorum við allar ræstar út í morgun til að fara heim til Hörpu og ganga frá vörunum. Við komum öllu fyrir í kassa, merktum hvern og einn kassa með innihaldslýsingu og þyngd og fórum svo með þetta til DHL. Að þessu loknu var svo barnaleikföngum, lyfjum,moskítóáburði og -netum, barnarassablautklútum, skeinipappír (jamm, ætlum sko ekki að treysta á að fá slíkt í Nairobi!) og plástrum skipt á milli okkar til að hafa í bakpokunum.
Dagurinn á morgun fer í að redda því sem eftir er fyrir ferðina og pakka, en það verður sennilega ágætis púsluspil að koma öllum farangrinum sínum fyrir í einum bakpoka! Það samt reddast! Það má segja að blendnar tilfinningar berjist um hjá okkur núna, mikil spenna og eftirvænting við að fara á vit ævintýranna en samt einnig smá kvíði fyrir því hvað eftir okkur muni bíða í Nairobi. Þýðir samt ekki að hugsa of mikið um það....
Hlökkum til að láta heyra frá okkur NÆST Í KENYA!
-Heiðdís
Flokkur: Ferðalög | 9.6.2007 | 03:22 (breytt kl. 12:16) | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
Ýmislegt sem tengist ferðalagi okkar á einhvern hátt.
- Útvarpsviðtalið á Rás 2 Viðtalið við okkur í þætti Erlu Ragnarsdóttur á Rás 2
- Kenýa verkefnið Nánar um Kenýa verkefnið
- Myndasíðan okkar Hér getið þið fylgst með undirbúningi ferðarinnar og síðar ferðinni sjálfri í myndum
Styrktaraðilar
Hér er listi yfir þá aðila sem hafa tekið þátt í að styrkja verkefnið. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur við að gera ferðina að raunveruleika.
- Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur
- Örninn
- Rauði kross Íslands Létu okkur hafa barnapakka til að taka með
- DHL senda hjálpargögnin út fyrir okkur
- Sportís - Cintamani Gáfu okkur flíspeysur
- World Class Styrkja okkur til kaupa á malaríulyfjum
- Félagsstofnun stúdenta
- Pólýhúðun
- Ikea Styrktu okkur með rúmfötum
- Rekstrarvörur Styrktu okkur um vörur
- Rafteikning
- Glitnir
- Þvottahús LSH Styrktu okkur um ungbarnaföt og rúmföt
- Eirberg Styrktu okkur um vörur
- Actavis
- Utanríkisráðuneytið
- Kaupþing
- Stúdentasjóður - Stúdentaráð Háskóla Íslands
- Icepharma Styrktu okkur um bóluefni
- GlaxoSmithKline Styrktu okkur um bóluefni og lyf
- Lyfja
- Læknafélag Íslands
- Vistor Vistor styrkti okkur bæði um vörur og fjármagn
Annað
Sérstakar þakkir
Styrkja verkefnið
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 1150-15-201192, kennitala: 010684-2429. Öll framlög eru vel þegin.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð stelpur og gangi ykkur vel! Hlakka til að fylgjast með ykkur á blogginu. Kv.Vala
Vala Kolbrún (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 16:43
Gaman að fá að fylgjast með ykkur. Góða ferð og gangi ykkur rosa vel.
Hjördís Elva (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 08:37
Jeminn bara sprengingar og læti í Nairobi, þið farið varlega Hlakka annars bara til að fá að fylgjast með
María T (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning