Jæja...þá er 3. árinu lokið hjá okkur Helgu Björk, Helgu, Ingu Rós og Hörpu.
Það eru líka bara 4 dagar í brottför...að hugsa sér!!
En við hittumst í kvöld til að fara yfir vörurnar sem við höfum fengið, vigta þær og reyna að skipuleggja hver tæki hvað. Þá kom í ljós að vörurnar voru samtals um 200 kg!! Já...200 kg gott fólk
Við byrjuðum kvöldið á að halda upp á háaloft til að ferja pokana niður og inn í stofu...pokarnir ætluðu aldrei að hætta að streyma niður og á endanum vorum við innilokaðar í bílskúrnum umkringdar svörtum plastpokum með stútfullum kössum. Blessunarlega er Helga Björk "há til klofsins" (leggjalöng) og tókst að lokum hetjulega að komast að hurðinni og ryðja veginn út fyrir okkur hinar
Eftir að hafa komið öllum ósköpunum inn í stofu klóruðum við okkur lengi í höfðinu yfir því hvernig best væri að vigta þetta allt. Eftir miklar tilfæringar með hundaól, tölvutöskuól og forláta reisluvog tókst okkur að vigta hlassið og komumst að því að þetta var...jahh..."ekki nema" 200 kg!! Og við sem ætluðum að taka þetta með okkur sem farangur og pakka bara létt
Nú erum við í óða önn að reyna að finna leiðir til að koma þessu út...HJÁLP!! Við auglýsum eftir sendanda
Tenglar
Ýmislegt
Ýmislegt sem tengist ferðalagi okkar á einhvern hátt.
- Útvarpsviðtalið á Rás 2 Viðtalið við okkur í þætti Erlu Ragnarsdóttur á Rás 2
- Kenýa verkefnið Nánar um Kenýa verkefnið
- Myndasíðan okkar Hér getið þið fylgst með undirbúningi ferðarinnar og síðar ferðinni sjálfri í myndum
Styrktaraðilar
Hér er listi yfir þá aðila sem hafa tekið þátt í að styrkja verkefnið. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur við að gera ferðina að raunveruleika.
- Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur
- Örninn
- Rauði kross Íslands Létu okkur hafa barnapakka til að taka með
- DHL senda hjálpargögnin út fyrir okkur
- Sportís - Cintamani Gáfu okkur flíspeysur
- World Class Styrkja okkur til kaupa á malaríulyfjum
- Félagsstofnun stúdenta
- Pólýhúðun
- Ikea Styrktu okkur með rúmfötum
- Rekstrarvörur Styrktu okkur um vörur
- Rafteikning
- Glitnir
- Þvottahús LSH Styrktu okkur um ungbarnaföt og rúmföt
- Eirberg Styrktu okkur um vörur
- Actavis
- Utanríkisráðuneytið
- Kaupþing
- Stúdentasjóður - Stúdentaráð Háskóla Íslands
- Icepharma Styrktu okkur um bóluefni
- GlaxoSmithKline Styrktu okkur um bóluefni og lyf
- Lyfja
- Læknafélag Íslands
- Vistor Vistor styrkti okkur bæði um vörur og fjármagn
Annað
Sérstakar þakkir
Styrkja verkefnið
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 1150-15-201192, kennitala: 010684-2429. Öll framlög eru vel þegin.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, vá, já það er nokkuð ljóst að við þurfum hjálp við að senda vörurnar út því við höfum ekki sjálfar efni á sendingakostnaðinum. Vonandi er eitthvað gott fólk þarna úti sem getur hjálpað okkur!!!
Heiðdís (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 10:07
Harpa! Eg er ekki med islenska simkortid mitt og hef tvi ekki simann hja ter. Tyrfti eiginlega ad heyra i ter adur en tu leggur af stad. Tad er ymislegt sem tid turfid ad vita um astandid her adur en tid leggid af stad.. Eg aetla ad skjotast i raektina en eg verd med simann i hond fra kl 17 ad islenskum tima, hringdu ef tu getur.. 254 729 0890 92 Lilja
Liljan (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:45
Vá 200 kg.... það er aldeilis að þið hafið fengið að dóti :)
Vona að þetta gangi- þetta reeeeeddast er það ekki :)
Góða ferð og hafið það æðislega gott skvísulísur
kv.Helga
Helga Guðmunds (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 22:31
200kg
Það er ekkert smá!!! Vonandi reddast þetta hjá ykkur, auðvitað gerir það það
Annars óska ég ykkur góðrar ferðar og have fun!!! Kveðja Rásta
Rástan (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning