14 dagar í brottför!!

Já...mig langaði til að nýta tækifærið og óska Heiðdísi innilega til hamingju með próflok!! Velkomin í sumarfrí CoolCool

Annars eru tveir dagar í ráðstefnu læknanema. Það eru tveir ráðstefnudagar þar sem 3. árs læknanemar koma og kynna sín verkefni á fyrirlestrarformi. Svo er vika í ritgerðarskil...úff, það styttist í sumarfrí GrinGrin

En seinni kólerublandan var drukkin á fimmtudagskvöldið síðasta og vorum við mjög fegnar því að hafa klárað þann skammt! Þá eru allar bólusetningar og slíkt búið...annars fer að styttast í að við byrjum á Malarone-meðferðinni...á það ekki að byrja tveimur dögum fyrir brottför stelpur?? En þess má geta að Malarone er lyf sem er notað til að fyrirbyggja malaríu.

Jæja...best að halda áfram, þessi ritgerð skrifar sig víst ekki sjálf!!

Kv.
Harpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú við þurfum að byrja að bryðja malaronið 2 dögum áður en við komum til Kenýa, þar sem við lendum á mánudagsmorgninum þurfum við að byrja á laugardeginum (9. júní). Ein tafla á dag allan tímann og svo í 6-7 daga eftir að við komum heim. 

Heiðdís, ert þú ekki með lyfseðlana fyrir sýklalyfjunum og því öllu saman? Spurning um að leysa það út fljótlega... 

Inga Rós (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 15:30

2 identicon

haha...ég er orðin spennt að smakka malaron töflurnar, sérstaklega eftir að hafa gætt mér á kóleru-drykknum, mmm....

En að öllu gríni slepptu, þá er eins gott að við stöndum okkur í því að taka þetta inn ...held það sé reyndar engin hætta á öðru!

Helga Björk (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:53

3 identicon

Hæ, jú ég er með Malaronið og lyfseðlana, ætla að leysa þetta allt saman út á morgun, kannski ég láti þig hafa þetta Inga svo þú getir komið þessu til stelpnanna meðan ég verð úti í Köben!

Heiðdís (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband