Myndasíða komin í gagnið

Sælar! 

Það var gaman að hlusta á ykkur stöllur (Hörpu, Heiðdísi og Ingu) í þættinum í morgun. Stóðuð ykkur með stakri prýði.

Vil svo bara benda öllum á myndasíðuna okkar ...tengill á hana er hér til hliðar undir flokknum Ýmislegt. Þar erum við búnar að setja inn nokkrar myndir frá undirbúningi ferðarinnar. Við munum svo reyna að vera duglegar við að setja inn myndir þegar við erum komnar út svo þið getið fylgst almennilega með okkur.

 Annars er ég farin að hlakka alveg ískyggilega mikið til ferðarinnar ...var að horfa aftur á Kompás-þáttinn um hetju í Kenýa. Þetta er virkilega gott starf sem hún Þórunn með hjálp ABC er að vinna þarna úti. Fyrir þá sem ekki eru búnir að sjá þáttinn mæli ég með að þið kíkið á hann hér

 Bestu kveðjur,

Helga Björk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bless stúlkur missti af viðtalinu í morgun en náði heimasíðunni ykkar.Óska ykkur alls hins besta.Hvenar farið þið aftur? Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós

Sæll Halldór

Við förum út til Kenya 10. júní

Setti tengil inn á viðtalið við okkur á Rás 2 undir ýmislegt hér til hægri á síðunni.  Þar geta þeir sem misstu af viðtalinu hlustað á það í gegnum netið.

Kv.
Harpa

Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 17.5.2007 kl. 22:15

3 identicon

vá þetta er ótrúlega spennandi, góða ferð og ég vona að þið verðið duglegar að blogga um ferðina:)

Ásdís (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:40

4 identicon

Flott síða hjá ykkur! Það verður gaman að fylgjast með ykkur, ekkert smá spennandi verkefni sem þið eruð að fara í! Gangi ykkur vel - Kv.Brynja

Brynja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós

Takk stelpur!

Ég held Brynja að við komumst nú samt varla með tærnar þar sem þú hefur hælana í ævintýramennskunni

 -Heiðdís

Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 18.5.2007 kl. 16:44

6 identicon

Hæ, frábært verkefni sem er framundan hjá ykkur stelpur! Ég er einnig að fara í sjálfboðaliðastarf í kenýa (í ágúst) og var að pæla hvernig þið pöntuðu flugið, þ.e. með hvaða flugélagi o.sfrv?

Kv. íris :)

Íris (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 20:02

7 Smámynd: Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós

Hæ Íris!

Við pöntuðum flugið frá London til Nairobi með British airways. Einnig er hægt að panta það með Kenya airlines. Mismunandi eftir tímum hvort er ódýrara.

-Heiðdís

Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 20.5.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband