Við vorum að koma úr viðtalinu á Rás 2 hjá Erlu og ég held að þetta hafi bara gengið vel Svo er planið að vera aftur í sambandi við Erlu þegar við erum komnar út og búnar að átta okkur aðeins á aðstæðum.
Næst á dagskrá hjá okkur er að setja inn á bloggsíðuna tengla á þá frábæru aðila sem hafa tekið þátt í að styrkja verkefnið okkar. Við erum þessa dagana ýmist í próflestri eða að leggja lokahönd á 3.árs verkefnin, en við munum setja tenglana inn við fyrsta tækifæri. Þessum aðilum kunnum við bestu þakkir því án þeirra væri þetta sennilega ennþá einungis fjarlægur draumur.
Prófa- og verkefnisbaráttukveðjur, Heiðdís
Flokkur: Ferðalög | 17.5.2007 | 11:53 (breytt kl. 11:56) | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
Ýmislegt sem tengist ferðalagi okkar á einhvern hátt.
- Útvarpsviðtalið á Rás 2 Viðtalið við okkur í þætti Erlu Ragnarsdóttur á Rás 2
- Kenýa verkefnið Nánar um Kenýa verkefnið
- Myndasíðan okkar Hér getið þið fylgst með undirbúningi ferðarinnar og síðar ferðinni sjálfri í myndum
Styrktaraðilar
Hér er listi yfir þá aðila sem hafa tekið þátt í að styrkja verkefnið. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur við að gera ferðina að raunveruleika.
- Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur
- Örninn
- Rauði kross Íslands Létu okkur hafa barnapakka til að taka með
- DHL senda hjálpargögnin út fyrir okkur
- Sportís - Cintamani Gáfu okkur flíspeysur
- World Class Styrkja okkur til kaupa á malaríulyfjum
- Félagsstofnun stúdenta
- Pólýhúðun
- Ikea Styrktu okkur með rúmfötum
- Rekstrarvörur Styrktu okkur um vörur
- Rafteikning
- Glitnir
- Þvottahús LSH Styrktu okkur um ungbarnaföt og rúmföt
- Eirberg Styrktu okkur um vörur
- Actavis
- Utanríkisráðuneytið
- Kaupþing
- Stúdentasjóður - Stúdentaráð Háskóla Íslands
- Icepharma Styrktu okkur um bóluefni
- GlaxoSmithKline Styrktu okkur um bóluefni og lyf
- Lyfja
- Læknafélag Íslands
- Vistor Vistor styrkti okkur bæði um vörur og fjármagn
Annað
Sérstakar þakkir
Styrkja verkefnið
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 1150-15-201192, kennitala: 010684-2429. Öll framlög eru vel þegin.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langaði til að vekja athygli ykkar á að í dag fóru 8 hjúkrunarfræðinemar (allt stúlkur) á sömu slóðir og þið eruð að fara á og á sömu vegum og þið þ.e. Alþjóðasamt. læknamema IFMSA og verða þar við störf á heilsugæslustöðvum sem reknar eru af heimamönnum,Provide International. Þær eru fyrstu hjúkrunarfræðinemarnir frá Háskóla Íslands sem fara á vegum þessara samtaka og verða þarna úti í mánuð þannig að þið komið e.t.v. til með að hitta þær. Bloggsíða þeirra er: hjukrunikenya.blog.is
Kær kveðja og gangi ykkur vel, Erla (móðir einnar úr hjúkrunarfræðihópnum)
Erla Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 14:38
Sæl Erla.
Við höfum að sjálfsögðu verið í góðu sambandi við hjúkrunarfræðinemana. Þær voru meira að segja svo elskulegar að taka á sig að senda allt línið sem þvottahús LSH styrktu báða hópana með. Þess má geta að hún Lilja Þórunn er æskuvinkona mín og æfðum við saman sund í mörg ár ásamt henni Þóreyju.
Okkur er mjög hlýtt til þeirra og höfum við talað um að hittast og borða saman þegar við komum út til Nairobi áður en þær leggjast í ferðalög um Kenya.
Bestu kveðjur
Harpa
Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 17.5.2007 kl. 15:50
Þetta var mjög flott útvarpsviðtal hjá ykkur, ég er reyndar ekki vanur því að heyra svona lágt í Ingu Rós þegar hún talar he he (en þetta batnaði nú og kom vel út)
Elli (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 07:29
Sælar
Þið stóðuð ykkur ótrúlega vel í útvarpinu í gær ;)
Hildur Ýr (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 11:53
Hahaha já hann var eitthvað undarlega stilltur hljóðneminn minn
Það hafa fjölmargir heimsótt síðuna eftir viðtalið svo það hefur án efa vakið athygli á verkefninu, okkur til mikillar ánægju.
Kærar þakkir fyrir kveðjurnar!
Inga Rós (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning