Allt að gerast...

Jæja, nú er enn einni prófatörninni lokið og Kenýa-undirbúningurinn að fara aftur á fullt! Styrkjasöfnun er enn í fullum gangi og hinar ýmsu vörur að komast í hús.

penninn
Fengum góða sendingu frá Pennanum sem mun án efa gleðja lítil hjörtu í Kenýa
(Harpa, Helga Björk, Helga og Inga Rós)

Deltoideus er orðinn að gatasigti eftir allar bólusetningarnar enda eru þær fjölmargar. Þær bólsetningar sem við þurfum að fá eru nú ekki af verri endanum ...yellow fever, heilahimnubólga A,C,W,Y, mænusótt, stífkrampi og barnaveiki, lifrarbólga A og B og síðast en ekki síst taugaveiki.

bolusetningar
Stoltar með plástrana eftir bólusetningar dagsins
(Helga Björk, Inga Rós, Harpa og Helga)

Það er nú ekki gefið að maður komist klakklaust í gegnum bólusetningar sem þessar en því fékk hún Harpa að kynnast þegar hún lagðist með hita eftir yellow fever bólusetninguna. Svo í maí munum við skála í ógeðisdrykk, þ.e. kóleru-bóluefnablöndu sem kemur vonandi í veg fyrir mesta niðurganginn ;)

Látum heyra í okkur aftur fljótlega.

Kveðja,
Harpa, Helga, Helga Björk og Inga Rós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband