Jæja, nú er enn einni prófatörninni lokið og Kenýa-undirbúningurinn að fara aftur á fullt! Styrkjasöfnun er enn í fullum gangi og hinar ýmsu vörur að komast í hús.
Fengum góða sendingu frá Pennanum sem mun án efa gleðja lítil hjörtu í Kenýa
(Harpa, Helga Björk, Helga og Inga Rós)
Deltoideus er orðinn að gatasigti eftir allar bólusetningarnar enda eru þær fjölmargar. Þær bólsetningar sem við þurfum að fá eru nú ekki af verri endanum ...yellow fever, heilahimnubólga A,C,W,Y, mænusótt, stífkrampi og barnaveiki, lifrarbólga A og B og síðast en ekki síst taugaveiki.
Stoltar með plástrana eftir bólusetningar dagsins
(Helga Björk, Inga Rós, Harpa og Helga)
Það er nú ekki gefið að maður komist klakklaust í gegnum bólusetningar sem þessar en því fékk hún Harpa að kynnast þegar hún lagðist með hita eftir yellow fever bólusetninguna. Svo í maí munum við skála í ógeðisdrykk, þ.e. kóleru-bóluefnablöndu sem kemur vonandi í veg fyrir mesta niðurganginn ;)
Látum heyra í okkur aftur fljótlega.
Kveðja,
Harpa, Helga, Helga Björk og Inga Rós
Flokkur: Ferðalög | 18.4.2007 | 23:08 (breytt kl. 23:10) | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
Ýmislegt sem tengist ferðalagi okkar á einhvern hátt.
- Útvarpsviðtalið á Rás 2 Viðtalið við okkur í þætti Erlu Ragnarsdóttur á Rás 2
- Kenýa verkefnið Nánar um Kenýa verkefnið
- Myndasíðan okkar Hér getið þið fylgst með undirbúningi ferðarinnar og síðar ferðinni sjálfri í myndum
Styrktaraðilar
Hér er listi yfir þá aðila sem hafa tekið þátt í að styrkja verkefnið. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur við að gera ferðina að raunveruleika.
- Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur
- Örninn
- Rauði kross Íslands Létu okkur hafa barnapakka til að taka með
- DHL senda hjálpargögnin út fyrir okkur
- Sportís - Cintamani Gáfu okkur flíspeysur
- World Class Styrkja okkur til kaupa á malaríulyfjum
- Félagsstofnun stúdenta
- Pólýhúðun
- Ikea Styrktu okkur með rúmfötum
- Rekstrarvörur Styrktu okkur um vörur
- Rafteikning
- Glitnir
- Þvottahús LSH Styrktu okkur um ungbarnaföt og rúmföt
- Eirberg Styrktu okkur um vörur
- Actavis
- Utanríkisráðuneytið
- Kaupþing
- Stúdentasjóður - Stúdentaráð Háskóla Íslands
- Icepharma Styrktu okkur um bóluefni
- GlaxoSmithKline Styrktu okkur um bóluefni og lyf
- Lyfja
- Læknafélag Íslands
- Vistor Vistor styrkti okkur bæði um vörur og fjármagn
Annað
Sérstakar þakkir
Styrkja verkefnið
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 1150-15-201192, kennitala: 010684-2429. Öll framlög eru vel þegin.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.